Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 13. máls.
137. löggjafarþing 2009.
Þskj. 295  —  13. mál.




Frumvarp til laga



um breytingar á ýmsum lögum vegna innleiðingar á tilskipun 2005/29/EB um óréttmæta viðskiptahætti.

(Eftir 2. umr., 23. júlí.)



I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 56/2007, um samvinnu stjórnvalda
á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd.

1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „skulu hafa lagagildi hér á landi“ í 1. málsl. kemur: skulu, að undanskildum viðauka við reglugerðina, hafa lagagildi hér á landi.
     b.      Í stað orðsins „Reglugerðin“ í 2. málsl. kemur: Reglugerðin, að undanskildum viðaukanum.
     c.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Viðskiptaráðherra skal í reglugerð kveða á um að viðauki við reglugerð skv. 1. mgr. og breytingar á honum, sem innleiddar hafa verið, skuli hafa reglugerðargildi hér á landi.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 141/2001, um lögbann og dómsmál
til að vernda heildarhagsmuni neytenda.

2. gr.

    1. tölul. 1. gr. laganna orðast svo: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/29/EB frá 11. maí 2005 um óréttmæta viðskiptahætti gagnvart neytendum á innri markaðnum.

III. KAFLI
Innleiðing á tilskipun og gildistaka.
3. gr.

    Lög þessi fela í sér innleiðingu á 16. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2005/29/EB frá 11. maí 2005 um óréttmæta viðskiptahætti gagnvart neytendum á innri markaðnum og um breytingu á tilskipun ráðsins 84/450/EBE, tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 97/7/EB, 98/27/EB og 2002/65/EB og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2006/2004 (Tilskipun um óréttmæta viðskiptahætti).

4. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.